top of page
Search

Lesa í breytingar á aðstæðum

Skoðaðu sérstaklega hvort eitthvað hafi breyst í þínu nærumhverfi eða venjum sem skýrt gæti breytta líðan eða einkenni.


Margir umhverfisþættir geta komið til greina sem sökudólgar þegar við finnum fyrir umhverfisáreiti. Breytingar á aðstæðum geta verið lúmskar en rétt er að hafa þær í huga og prófa að setja í samhengi við breytingar á líðan.

Hér fyrir neðan er listi sem getur veitt þér innblástur og komið þér á sporið:

  • Varstu að flytja?

  • Er vinnustaðurinn nýfluttur?

  • Hefur orðið vart við leka eða rakaskemmdir í húsnæðinu?

  • Er lyktin önnur, óvenjuleg eða ýktari?

  • Kom eitthvað nýtt eða notað inn á heimilið nýlega - húsgagn, raftæki, bækur eða föt?

  • Varstu í heimsókn á nýjum stað eða fórstu á bókasafn, safn, veitingastað eða í almenningsrými þar sem þú fannst fyrir einkennum á meðan á heimsókn stóð eða strax eftirá?

  • Var barnið þitt í heimsókn hjá nýjum vini - hvað með maka þinn eða aðra fjölskyldumeðlimi?

  • Notaðir þú nýjar hreinsivörur eða snyrtivörur og er ilmefni eða kemísk efni í vörunum, þó þær séu merktar ilmefnalausar?

  • Hefur eitthvað breyst í mataræðinu eða notar þú eina fæðutegund í áberandi magni?


-----------


Ef minnsti grunur leikur á að umhverfið sé valdur að endurteknum eða viðvarandi heilsufarseinkennum er það næg ástæða til að bregðast við.


Raki og mygla í húsnæði gefur undantekninglausa ástæðu til að grípa til aðgerða og fara í tafarlausar lagfæringar á húsnæðinu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin staðfestir að óyggjandi samband er á milli rakaskemmda og heilsufars og getur slíkt ástand rutt af stað ýmiskonar annarri umhverfisviðkvæmni hjá þolanda.


Viðvarandi raki í byggingarefnum skapar ávallt ónæg loftgæði innandyra vegna þeirrar efnasúpu sem myndast og þau gufa frá sér. Varast skal að taka því trúanlega að rakaskemmdir geti verið án myglu/eiturefnaáhrifa eða að einhverjar sveppategundir sem tekið hafa sér bólfestu í byggingarefnum séu „góðkynja" og þar með meinlausar fyrir heilsuna.


Heilsan á alltaf að njóta vafans!


Comments


bottom of page