top of page
Search

Líkamleg úrræði

Hér fyrir neðan er upptalning á úrræðum sem hafa reynst þolendum umhverfisveikinda vel við að bæta líkamlega heilsu sína.


Þessi upptalning er ekki byggð á rannsóknum tengdum umhverfisveikindum sérstaklega, heldur er hlutlaus samantekt á reynslu þolenda á vinsælum aðferðum til bættrar líkamlegrar heilsu. SUM leggur ekki mat á sértæka virkni þeirra í tengslum við umhverfisveikindi en þolendur umhverfisáreitis eru, líkt og aðrir, mis móttækilegir fyrir úrlausnum. Því þarf hver einstaklingur að prófa sig áfram og finna sína leið.


Það getur reynst mjög tímafrekt og kostnaðarsamt að finna hentugt úrræði en mikilvægast er að gefast ekki upp. Leiðin þín er alltaf rétta leiðin og vonandi veita þessar ráðleggingar þér innblástur.

Samnefnari þessara líkamlegu úrræða er að þau krefjast ekki mikils úthalds, enda glíma þolendur umhverfisveikinda oft við síþreytu. Mikilvægt er að sýna sér mikið mildi í allri líkamlegri uppbyggingu. Eins eru margar aðferðir í dag sem líta heildrænt á uppbyggingu og endurheimt, þannig að líkamleg úrræði hjálpa einnig geðheilsunni og öfugt.


Ekki hika við að senda okkur línu ef þú telur önnur úrræði en hér greinir hafa aðstoðað þig. Við viljum heyra reynslusögur af öllu tagi.


 • Sjósund

 • Mjúk hreyfing, teygjur

 • Göngutúrar

 • Yoga

 • Nudd

 • Infrarauð sauna

 • Gufuböð

 • Heitir pottar

 • Sund (Athugaðu að klór getur verið ertandi fyrir viðkvæma slímhúð)

 • Osteostrong

 • Naprapat

 • Functional Medicine

Comments


bottom of page