top of page
Search

Mismunandi einkenni í hvert sinn á nýjum stað

Nafnlaus reynslusaga þolanda sem hefur endurtekið búið við raka og myglu í húsum með ólíkum heilsufarseinkennum á hverjum stað.


Myndin er fengin úr myndabanka og tengist frásögninni ekki beint.


Ég hef oftar en einu sinni og tvisvar búið við alvarlegt mygluástand.


Í fyrsta sinn var það í gömlu steypuhúsnæði þar sem var mygla upp um veggina sem við hreinsuðum í burtu. En svo fór mér að líða mjög furðulega, hélt ég væri komin með gigt, var svo léleg í hnjánum og öllum liðum. Fékk líka miklar meltingartruflanir og leitaði til lækna. Mér batnaði ekki fyrr en ég flutti út.


Í næsta skipti bjó ég í húsnæði sem reyndist vera mikil mygla í.


Ég áttaði mig ekki fyrr en ég fór að heiman í frí og vaknaði hress og kát, en hafði í nokkra mánuði verið með einskonar drómasýki, með mikla svefnörðugleika, liðverki, höfuðverki, meltingartruflanir.

Ég fékk líka miklar eyrnabólgur og stöðuga skútabólgu. Skjaldkirtilsvandi jókst. Fékk líka oft kvefpestir.


Í þriðja húsnæðinu sem reyndist vera þakið svörtum myglusveppi undir klæðningum voru höfuðverkirnir mest áberandi, auk hvarmabólgu, rauðra hvarma, bólginna augna og stöðugrar hálsbólgu. Meltingartruflanir með stöðugum niðurgangi og andþrengsli, astmi og kvíði, líka ljósfælni og svimi. Ég losaði mig við mest af búslóð og fatnaði og flutti. Er enn í bataferlinu.

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page