top of page
Search

Takmarka áreiti

Að velja eiturefnalausan lífsstíll og heilnæmt umhverfi er ávörðun sem hægt er að taka.


Margir sem búa við heilsubrest tengdu umhverfisáreiti eða hafa öðlast aftur heilsu eftir umhverfisveikindi, lifa svokölluðum eiturefnalausum og heilnæmum lífsstíl.


Með eiturefnalausum lífsstíl er átt við að viðkomandi notar eingöngu ilmefnalausar vörur, umhverfisvottaðar og eiturefnalausar. Þá er haft að leiðarljósi að allt sem keypt er inn sé eins heilnæmt og kostur er og jafnvel lífrænt vottað þar sem því verður við komið.

Eiturefnalaus og heilnæmur lífsstíll getur farið fallega saman við svokallaðan minimalískan lífsstíl þar sem hugsunin á bak við neysluvenjur er að „minna er meira".


Með því að sneiða hjá sem mestum óþarfa fækkar áreitunum í kringum okkur. Þá er markmiðið að skapa svigrúm til að beina sjónum að því sem skiptir raunverulegu máli fyrir líðan okkar og veitir hamingju.


Bình luận


bottom of page