top of page
Search

Umgengni við húsnæði

Umgengni við húsnæði skipti miklu máli þegar kemur að forvörnum.


Það skiptir máli að lofta vel út þannig að raunveruleg loftskipti eigi sér stað innandyra. Mælt er með að skapa loftstreymi í gegnum húsnæði a.m.k þrisvar á dag í tíu mínútur í senn.


Nauðsynlegt er að halda híbýlum þurrum og þurrka upp bleytu tafarlaust þar sem lekur. Kanna þarf upptök og lagfæra minniháttar rakaskemmdir eins fljótt og hægt er. Þá þarf að hreinsa þvottavélar, uppþvottavélar þurrkara, niðurföll og lofthreinsikerfi reglulega.

Forvarnir og reglulegt viðhald er ódýrara en endurbætur þegar skemmdir eru orðnar töluverðar. Umhverfisstofnun hefur gefið út ágætar leiðbeiningar er varða inniloft, umgengni og viðhald í tengslum við raka og myglu í híbýlum.




Comments


bottom of page