top of page
  • Facebook

SAMTÖK UM ÁHRIF UMHVERFIS Á HEILSU

SUM eru samtök um áhrif umhverfis á heilsu.
Félagar í SUM eiga það mörg sameiginlegt að hafa orðið fyrir heilsutjóni af völdum umhverfisáreitis eða þau eiga aðstandendur sem lent hafa í slíku. Saman berjumst við fyrir réttindum umhverfisveikra og vitundarvakningu um hvernig við getum skapað heilnæmt umhverfi fyrir öll.


Hafa samband við SUM:
samtoksum@gmail.com

Símatími framkvæmdastjóra:
Fimmtudaga kl. 10:00-11:00 í síma 772-8292

 

Styrkja samtökin:
Reikningsnr.: 133-26-10799
Kennitala: 470415-0450

 

Hvað er umhverfisáreiti?

Umhverfisáreiti er hvers konar áreiti úr umhverfinu sem veldur það miklu álagi á kerfi líkamans að þau raskast og ójafnvægi myndast í líkamsstarfseminni. Síendurtekið áreiti getur leitt til umhverfisóþols, annað hvort fyrir ákveðnum afmörkuðum þáttum umhverfis s.s myglusveppum, nikkeli og glúteni eða samlegðaráhrifum og jafnvel keðjuverkun vegna áreitis ólíkra umhverfisþátta eða „efnasúpu" sem líkaminn ræður ekki við að vinna úr. Þetta á einnig við um kemísk og rokgjörn efni í umhverfinu (VOC) eins og þalöt, ilmefni o.fl. Við þessa röskun á líkamsstarfseminni fara ýmsir heilsufarskvillar að gera vart við sig sem hafa áhrif á lífsgæði og geta í verstu tilfellum leitt til krónískra veikinda þar sem langvarandi, uppsafnað eða mikið álag er á líkamann frá áreiti úr umhverfinu sem líkaminn er orðinn ofurviðkvæmur fyrir.

Ýmsar umhverfisaðstæður eða utanaðkomandi þættir geta haft áhrif á heilsu. Má þar nefna léleg loftgæði innandyra eða loftmengun sem og rakaskemmdir og mygla í byggingum. Einnig geta efni valdið áreiti sem eru í matvælum, klæðnaði, snyrtivörum, hreinlætisvörum, húsgögnum, leikföngum, innréttingum, byggingarefnum, bifreiðum og öðrum neytendavörum - efni sem við ýmist innbyrgðum, öndum að okkur eða tökum inn í gegnum húðina. Hljóðvist, rafbylgjur, ilmefni, rotvarnarefni, E-efni, lyf, málmar, plast og önnur eiturefni geta einnig haft áhrif á heilsu. Í sumum tilfellum getur framleiðsluferli skipt máli, geymslustaðir landbúnaðarafurða eða byggingarefna og samsetning eða samverkun mismunandi efnasambanda og þátta. Búseta á há- eða lágþrýstisvæðum, við virkjanir, háspennulínur eða verksmiðjur getur einnig haft sín áhrif. Listinn er ekki tæmandi og þekking á orsakasamhengi og margslungnum heilsuáhrifum vegna áreitis úr umhverfinu er ennþá á rannsóknarstigi.

Þannig gerist það

THE INDOOR GENERATION

Innikynslóðin
Screen Shot 2023-05-09 at 22.38.47.png
iphone

VITUNDARVAKNING Á SAMFÉLAGSMIÐLUM

  • Instagram
  • Facebook
Screen Shot 2023-05-09 at 22.38.02.png

Reynslusögur

Saga þolanda sem hraktist úr starfi eftir áratug á rakaskemmdum vinnustað:

Í dag er ég mjög viðkvæm fyrir umhverfinu, get ekki verið í rakaskemmdum húsum og þoli ekki ilmefni eða útgufun af nýjum hlutum. Ég þjáist af síþreytu, er oft verkjuð í líkamanum, með mikið mataróþol, gjörn á að fá öndunafærasýkingar, með asma sem kemur og fer, á erfitt með einbeingu, er mjög viðkvæm í meltingafærunum, á erfitt með líkamlega áreynslu, er gjörn á að fá hita og oft með flensulík einkenni, á stundum erfitt með að muna hluti, þoli illa áreiti og álag og gjörn á að fá útbrot og exem. Þetta er ekki tæmandi listi.

Þegar rakaskemmdir ógna heilsunni

Wood

FORVARNIR

FYRSTU VIÐBRÖGÐ

UPPBYGGING & BATAFERLI

VIÐGERÐIR
& HREINSUN

Forsidumynd_SUM_edited.jpg
bottom of page