top of page

Hvað stendur SUM fyrir?

SUM eru samtök um áhrif umhverfis á heilsu. Félagar í samtökunum eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir heilsubresti vegna skaðlegs áreitis frá umhverfinu s.s vegna raka og myglu á heimili/vinnustað eða þeir eiga aðstandendur sem lent hafa í slíku.

 

Gildi félagsins eru virðing, hugrekki og von.

 

Núverandi stjórn SUM var kosin á aðalfundi samtakanna

þann 24. maí 2022.

HarpaFonnS_svhv.jpg

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
forkona stjórnar 

Harpa Fönn vinnur innan skapandi geirans við ráðgjöf, verkefnastjórn og framleiðslu skapandi efnis. Harpa er menntaður lögfræðingur, tónlistarkona, heimildarmyndagerðarkona og framleiðandi. Hún er forkona SUM og er talsmaður eiturefnalauss lífsstíls, heilnæms umhverfis, náttúruverndar og umhverfissjónarmiða. Hún hefur reynslu af veikindum tengdum umhverfinu og leiðum í átt að betri lífsgæðum sem og heildrænum lausnum varðandi heilsu.

  • Facebook
  • Instagram
SigrunLiljaG_svhv.jpg

Sigrún Lilja á og rekur líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty ásamt því að vera í öðrum verkefnum og stjórnum. Hún varð fyrir alvarlegu heilsufarstjóni vegna myglu og rakaskemmda sem leiddi til þess að hún varð rúmliggjandi og óvinnufær að mestu í um tvö ár. Þennan tíma nýtti hún til þess að lesa sig til um allt sem hún fann til að ná heilsu aftur, þar sem hún kom að lokuðum dyrum hjá flestum læknum. Eftir að hafa byggt upp eigin heilsu vildi hún aðstoða fleiri í svipaðri stöðu við að ná heilsu og setti saman heilsueflingarprógram út frá þessum aðferðum sem hefur reynst öflugt í baráttunni.

  • Facebook
  • Instagram

Sigrún Lilja Gyðja Guðjónsdóttir

AlmaJ_svhv.jpg

Alma J. Árnadóttir

Alma starfar sem sjálfstæður PCC alþjóðavottaður markþjálfi. Hún er einnig löggiltur grafískur hönnuður með áratuga reynslu að baki af skapandi störfum þar sem einstaklingurinn er í forgrunni. Alma býr yfir þeirri reynslu að hafa komið sjálfri sér og ungum börnum sínum til heilsu á ný eftir raka- og myglusambúð en hún brennur fyrir því að gera upplýsingar um umhverfisáreiti aðgengilegar og aðstoða áhugasama við að ná markmiðum sínum til betra lífs. Markþjálfinn Alma er hluti af þverfaglegu teymi hjá ENDURHEIMT  sem er fyrsta heilsumiðstöðin sem hugar að efnanotkun og býður einstaklingsmiðaðar, heildrænar lausnir við endurheimt heilsunnar, orkunnar og áhugahvatarinnar, m.a eftir umhverfisveikindi. Alma heldur úti markþjálfunarsíðunni alma.is

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram
GisliBjorgvin_svhv.jpg

Gísli Björgvin Gíslason
 

Gísli er flugmaður og flugkennari við Íslensku Flugakademíuna. Hann ásamt fjölskyldu sinni yfirgaf heimili sitt og alla búslóð vegna myglu í byrjun árs 2021. Hann hefur síðan þá haft áhuga á eiturefnalausum lífstíl og hefur mikinn áhuga á því að fræða almenning um skaðsemi myglu- og rakaskemmda og þau eiturefni sem finnast allt í kringum okkur í okkar daglega lífi.

  • Facebook
Soley.jpg

Sóley Stefánsdóttir
 

Sóley er heilsuhönnuður, heilsumarkþjálfi og löggiltur grafískur hönnuður. Heilsan hefur verið henni áskorun síðan hún var barn með tilheyrandi greiningum og umhverfisþættir hafa haft þar marglaga áhrif. Að halda góðri heilsu er daglegt verkefni alla ævi og allskyns heilsuáskoranir eru partur af lífinu. Þess vegna er svo mikilvægt að komast út úr íþyngjandi hugarfari gagnvart heilsu og finna leiðir til að gera heilsueflinguna inspírerandi og gefandi. Í dag brennur Sóley fyrir því að nýta sína reynslu og þekkingu til að stytta leiðina fyrir fólk sem vill taka utan um heilsuna sína – og styðja við að móta persónulega vegferð í átt að góðri heilsu og hamingju! Lesa má um vegferð Sóleyjar á vefsíðu hennar heilsuhonnun.is

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram
bottom of page