top of page

Hvað felst í félagsaðild?

Með aðild að SUM veitir þú samtökunum ómældan stuðning í hagsmunabaráttu sinni fyrir aukinni meðvitund og þekkingu um áhrif áreitis úr umhverfinu á heilsu. Þú hlýtur beina aðkomu að aðalfundi félagsins sem ályktar skriflega um málefni tengd hagsmunum félagsmanna og sendir erindi þess efnis á stjórnvöld, pólitísk öfl, opinbera aðila og áhrifavalda.

MEIRI MEÐVITUND

Með aðild að SUM eykur þú eða rennir stoðum undir þína þekkingu. Með því öðlastu verkfæri í baráttunni fyrir auknum skilningi á umhverfisáreiti og bættri heilsu. Hvort tveggja styður þig í að bera ábyrgð til afskipta og komast út úr þeim aðstæðum sem valda geta skaðlegu áreiti.

FLEIRI HUGMYNDIR

Frásagnir af reynslu þolenda er mikilvæg viðbót við þær vísindalegu rannsóknir sem liggja fyrir um áhrif umhverfis á heilsu og nýta má til gagns. Félagsaðild að SUM ýtir undir sýnileika, visku og samstöðu meðal þolenda og með þeim. Því meiri „samviska"í kringum áskoranirnar, því fleiri hugmyndir að betri líðan. 

AÐGENGILEGRA EFNI

Hjá samtökunum má nálgast ýmis hjálpargögn, m.a uppdrætti af stöðluðum bréfum sem félagsmenn SUM geta nýtt sér til að styrkja stöðu sína. Bréfunum má beina að þeim aðilum sem hafa á valdi sínu að koma í veg fyrir umhverfisáreiti eða geta haft bætandi áhrif á aðstæður.

BETRA SAMFÉLAG

Hver samfélagsleg framför hefst hjá okkur sjálfum. Tengsl við félagsskap fólks með svipaða lífsreynslu að baki, getur reynst gæfuspor á þeirri leið. SUM stendur fyrir mánaðarlegu hópefli sem opið er öllum félagsmönnum og er auglýst á fésbókarsíðu samtakanna.

bottom of page