top of page
  • Facebook

SAMTÖK UM ÁHRIF UMHVERFIS Á HEILSU

SUM eru samtök um áhrif umhverfis á heilsu.
Félagar í SUM eiga það mörg sameiginlegt að hafa orðið fyrir heilsutjóni af völdum umhverfisáreitis eða þau eiga aðstandendur sem lent hafa í slíku. Saman berjumst við fyrir réttindum umhverfisveikra og vitundarvakningu um hvernig við getum skapað heilnæmt umhverfi fyrir öll.


Hafa samband við SUM:
samtoksum@gmail.com

Símatími framkvæmdastjóra:

Mánudaga kl. 11 - 12

 S: 7731770​

Styrkja samtökin:
Reikningsnr.: 133-26-10799
Kennitala: 470415-0450

 

Hvað eru umhverfisveikindi?

Umhverfisveikindi koma til vegna áreitis úr umhverfinu sem veldur það miklu álagi á kerfi líkamans að þau raskast og ójafnvægi myndast í líkamsstarfseminni. Síendurtekið áreiti getur leitt til umhverfisóþols og umhverfisveikinda, annað hvort vegna ákveðinna afmarkaðra þátta úr umhverfinu, eða vegna uppsöfnunar, keðjuverkunar eða efnasúpuáhrifa.

Umhverfisáreiti verður einkum til vegna manngerðra, afleiddra og viðbættra efna, mengunar og ójafnvægis í umhverfinu, sem líkaminn ræður ekki við að vinna úr. Hér má nefna myglusveppaeitrun, þungamálmar, rokgjörn efni (VOC), þalöt, PFSAS, gufuefni, loftmengun, rafsegulmengun, framleiðsluefni, meðhöndlunarefni, fráveituefni, plastefni, ilmefni og margt margt fleira.

 

Við þessa röskun á líkamsstarfseminni geta ýmsir heilsufarskvillar farið að gera vart við sig, sem hafa áhrif á lífsgæði og skerða getu einstaklings til að taka þátt í samfélaginu. Við áframhaldandi umhverfisáreiti, álag og uppsöfnun, geta umhverfisveikindi leitt til krónískra og langvinnra veikinda.

Forvarnir og fræðsla er lykilatriði til að stemma stigu við alvarleglum umhverfisveikindum.

Undir flipanum Umhverfisveikindi á forsíðunni má finna nánari upplýsingar

Þannig gerist það

THE INDOOR GENERATION

Innikynslóðin
Screen Shot 2023-05-09 at 22.38.47.png
iphone

VITUNDARVAKNING Á SAMFÉLAGSMIÐLUM

  • Instagram
  • Facebook
Screen Shot 2023-05-09 at 22.38.02.png

Reynslusögur

Saga þolanda sem hraktist úr starfi eftir áratug á rakaskemmdum vinnustað:

Í dag er ég mjög viðkvæm fyrir umhverfinu, get ekki verið í rakaskemmdum húsum og þoli ekki ilmefni eða útgufun af nýjum hlutum. Ég þjáist af síþreytu, er oft verkjuð í líkamanum, með mikið mataróþol, gjörn á að fá öndunafærasýkingar, með asma sem kemur og fer, á erfitt með einbeingu, er mjög viðkvæm í meltingafærunum, á erfitt með líkamlega áreynslu, er gjörn á að fá hita og oft með flensulík einkenni, á stundum erfitt með að muna hluti, þoli illa áreiti og álag og gjörn á að fá útbrot og exem. Þetta er ekki tæmandi listi.

Þegar rakaskemmdir ógna heilsunni

Wood

FORVARNIR

FYRSTU VIÐBRÖGÐ

UPPBYGGING & BATAFERLI

VIÐGERÐIR
& HREINSUN

Forsidumynd_SUM_edited.jpg

Til að ganga í samtökin - sendu okkur beiðni!

Árgjaldið er ISK 2900 – Hjartans þakkir fyrir stuðninginn!

bottom of page