top of page
Hver eru úrræðin?
Úrræðin geta verið eins breytileg og sjálf einkennin. Mikilvægt er að hafa í huga að engin ein töfralausn kann að vera til en hér er að finna upptalningu á úrræðum sem reynst hafa þolendum vel.
Forvarnir ættu ávallt að vera í fyrirrúmi og þegar einkenna verður vart virðist sem samverkandi aðgerðir gefi bestan árangur. Mikilvægt er fyrir mögulega þolendur að vera árvökulir fyrir áreiti samfara breytingum á nærumhverfi og stíga út úr þeim aðstæðum eða takmarka eins og kostur er.
Ef grunur leikur á að rakaskemmdir og myglusveppur eða annað áreiti úr umhverfinu hafi áhrif á heilsuna, geta eftirgrennslan og meðvituð fyrstu viðbrögð gert gæfumuninn fyrir bataferlið.
bottom of page