top of page

Ferðalög

ree

Að ferðast getur verið töluverð áskorun fyrir einstaklinga með umhverfisveikindi, þó útivera og samvera með náttúrunni sé þessum hóp einnig mikilvæg.


Hér koma nokkrar ráðleggingar í þeim efnum:


Byggingarár gististaða

Það er mjög mikilvægt að fá upplýsingar um byggingarár hótels eða íbúðar. Hér er hægt að fletta upp á byggingarári flestra hótela í heiminum, https://www.travelweekly.com/. Ef um íbúð ræðir, er best að senda fyrirspurn fyrirfram. Athugið að gestgjafar rugla stundum saman hvenær íbúð var uppgerð og hvenær hún var byggð. Það reynist ekki endilega nægilegt að íbúðin sé nýuppgerð, og getur jafnvel verið verra fyrir suma. Helst er mælt með að hús sé á bilinu 3-10 ára. 


Meðmæli (reviews) 

Gott er að reyna að fá eins miklar upplýsingar frá öðrum gestum og unnt er, og lesa vel öll meðmæli. Horfa sérstaklega eftir því hvort gestir nefna “rustic” eða “old”. Eins er stundum hægt að sjá hvort gestir lýsi mikilli umferð, ákveðinni lykt, eða öðru áreiti. Ákveðin þumalputtaregla er að velja ekki staði sem eru með minni einkunn en 4,8 (airbnb) eða 8 (booking.com). 


Loftskipti

Best er að velja gististað sem er með mörgum opnanlegum gluggum eða hurðum. Stundum er sumum mikilvægt að hafa stórar yfirbyggðar svalir, eða bakgarð, til að geta tjaldað í verstu tilfellum. Eins getur hjálpað mikið að ferðast með litlar ferðaviftur eða lofthreinsitæki. Sjá dæmi hér:https://www.mercolamarket.com/product/2019/1/room-air-purifier og hér: https://elko.is/vorur/nedis-bordvifta-15-cm-kopar-217493/FNDK1CO15 


Þrif

Það er mikilvægt að hafa samband við hótel eða gististað á undan komu, og óska eftir því að ekki sé þrifið með hreinsiefnum, heldur eingöngu edik og/eða matarsóda. Slíkt er til í flest öllum löndum, en passa þarf upp á að um sé að ræða 100 edik, en stundum hefur verið bætt öðrum efnum (t.d. ilmefnum) í edikblöndur. Þar sem alls ekki er gefið að til séu ilmefnalausar hreingerningar- og hreinlætisvörur, þá er nauðsynlegt að pakka slíku með - td handsápu, uppþvottasápu, sjampó, tannkremi, þvottadufti. Við mælum ekki með að nota þá þvottavél sem er á gististaðnum, en ef nauðsynlegt er að þvo, nýtist handþvotturlangt. Einnig taka sum með sér örlítið af oxivir eða spritti, til að spreyja yfir alla íbúðina og þurrka af við komu. 


Tjald

Einstaklingum sem eru umhverfisveik líður yfirleitt best út í guðsgrænni náttúrunni og því eru útilegur dásamlegur ferðamáti. Þó þarf að huga hér að um hvers konar tjald ræðir, og hvers konar dýnu og svefnpoka. Það hefur reynst vel að ferðast með það lítið tjald, að hægt er að skella tjaldinu í þvottavél með matarsóda og ediki. Það sama á við um dýnur og svefnpoka. Þau sem eru mjög viðkvæm, eða sjá fyrir sér að þurfa að gista á stað sem er óheilnæmur, hafa mörg brugðið á það ráð að taka tjaldið með, og tjalda á svölum eða í bakgarði gistingar. 


Moskítóflugur eða aðrir vágestir

Móskítoflugur eða lúsmýbit eða annars konar vágestir, er ekki á bætandi ofan á oft krefjandi aðstæður ferðalaga. Því er mikilvægt að geta ferðast með sitt eigið moskítonet, og sett yfir rúmið ef slík net eru ekki fyrir gluggum. Þá er unnt að hafa glugga og hurðir opna yfir næturnar. Eins getur reynst mjög mikilvægt að biðja gestagjafann um að sleppa því að úða eitri í garða og beð, fyrir komu. Vifturnar sem eru nefndar hér að ofan, eru líka góð ráð við flugum. 


Rúmföt og svefnvara

Það getur reynst mikilvægt að taka með sér öll rúmföt - sæng, kodda, sængurföt, lök og handklæði. Eins getur verið gott að taka með stórt pissulak, eða þunnt byggingarplast úr byggingarvöruverslun, til að setja utan um allt rúmið. Það kemur í veg fyrir útgufun úr svampi dýnunnar og aðra vágesti, eins og flær. Þar sem ekki er endalaust pláss í farangri, getur reynst nauðsynlegt að forgangsraða. Við mælum þá með að taka með alla svefnvöru fyrir börn, og lak, kodda og koddaver fyrir þá fullorðnu. Ofan á það er gott að sofa í hlýjum fötum, og hafa frekar opið út en hitt. 


Útivera

Það besta við ferðalögin eru hin mikla útivera og hreyfing, og að upplifa eitthvað spennandi og nýtt á hverjum degi! Og oft borðar ferðalangar hreinni mat og hollari og hreyfa sig meira. Það gerir allt þetta svo mikils virði, og ef passað er upp á þá þætti sem eru nefndir hér að ofan, er næstum gulltryggt að þið komið endurnærð úr ferðalaginu ykkar, og jafnvel við frábæra heilsu, sérstaklega ef þið farið til hlýrri landa. Njótið þess að geta verið undir berum himni hvenær sem færi gefst, til dæmis á veitingarstöðum eða kaffihúsum, heimsækið almenningsgarða, náttúrusvæði og útimarkaði. 


Söfn og staðir innanhúss, leikhús og tónleikar

Við mælum með að taka með grímu á slíka staði, og ef stefnan er að heimsækja marga slíka staði á ferðalaginu, að hafa sérstök “útiföt” sem viðkomandi klæðist, og fer svo út og beint í sturtu þegar aftur er komið upp á gististað. Eins eru hér góð ráð undir kaflanum “fyrirbyggja umhverfiskast” sem hefur reynst vel. 


Annað

  • Gott er að taka með gaffa límband. Til að td líma yfir bletti sem þykja varasamir, td ef mygla er í síli á baðherbergi, eða í kringum glugga, eða líma fyrir skápahurðir eða hurðir. Góð ráð eru til dæmis ef aðstæður eru mjög slæmar á svefnvöru, að setja allt tau, kodda og sessur, inn í skáp, og líma fyrir skápinn með límbandi á meðan á dvöl stendur. 

  • Hótel: Muna eftir að biðja um að ekki sé þrifið á meðan á dvöl stendur.

  • Sum hótel bjóða upp á “allergy free” herbergi, og það er oftast gott að veðja frekar á slíkt. 

  • Á flugvöllum getur reynst nauðsynlegt að vera með grímu með kolafilter, til að takmarka áreiti frá ilmvötnum í fríhöfnum, og öðru óheilnæmu lofti. Hið sama á við um flugvélarnar sjálfar. 


Samskipti við gestgjafa

Sem betur fer er skilningur fólks fyrir umhverfisáreiti orðinn mun meiri í dag, en var. Oftast eru gestgjafar mjög skilningsríkið þegar aðstæður eru útskýrðar fyrir þeim. Stundum er ráðlagt að nota orðalagið “severe allergies”, og útskýra hreinskilningslega viðbrögðin, og er þá líklegra að gestgjafinn fari eftir þeim leiðbeiningum sem settar eru. Svo er það bara að vera kurteis og brosa, því oftast er fólk að gera sitt allra besta, og vill allt fyrir gesti sína gera.



Aukaleiðbeiningar á ensku:

New construction, plug-ins, dryer sheets, new carpeting, and cleaning products all require the use of harsh chemicals. If you want to “go the extra mile” and call ahead to see if the hotel is a fit for you, consider asking these 10 questions before placing your reservation. Most hotels will not be able to answer yes to all of these, but some may be willing to make changes to help you avoid some of those unwanted environmental challenges.


10 GREEN TRAVEL TRIPS

1. Is your property smoke-free?

2. Is your property pet-free? Do you offer rooms that are guaranteed pet-free?

3. Do you use natural cleaning products? Would your cleaning service be willing to clean with white vinegar only?

4. Are there windows in the room that open easily for ventilation?

5. Do you offer allergy-friendly rooms with hypoallergenic bedding?

6. Are towels and linens unscented? Would your staff be willing to eliminate dryer sheets for bedding in our room?

7. Are there plug-ins on the property? Are there fragrance-free rooms available?

8. Is there a history of flooding or water damage?

9. Has the property been sprayed for pesticides recently? How about individual rooms?

10. Do you have any rooms with brand-new carpeting? How recently have the carpets been cleaned?




Comments


Til að ganga í samtökin - sendu okkur beiðni!

Árgjaldið er ISK 2900 – Hjartans þakkir fyrir stuðninginn!

bottom of page