top of page
Search

Mataræði

Margir byggja upp heilsuna eftir umhverfisveikindi með því að laga til í mataræðinu og taka út ákveðna matarflokka og fæðutegundir eða stök innihaldsefni í matvælum.


Sumir prufa sig sjálfir áfram með því að sleppa ákveðnum fæðutegundum í einhvern tíma og kynna þær fæðutegundir aftur til leiks síðar og kortleggja áhrifin. Aðrir kortleggja ofnæmisáhrif eða genamengi sitt hjá sérfræðingum, til að mynda með ofnæmis- og óþolsprófum eða genarannsóknum. Enn aðrir fara til næringarsérfræðinga og jurtalækna eða reyna aðrar svokallaðar óhefðbundnar lækningar. Leiðirnar eru jafn misjafnar og fólk er margt.


Algengt er að eitthvað af eftirfrandi hafi gagnast fólki sem hefur verið að eiga við umhverfisveikindi:


Að sleppa unnum mat, hvítum sykri, glúteni, laktósa, geri, mikið unnum olíum og öðrum bólgumyndandi matvælum. Sumir eru mjög viðkvæmir fyrir histamínum í fæðu. Histamín eru há í gömlum mat, gerjuðum mat, áfengi, súrkáli, kombucha, góðgerlum og fleiru. Gerjaður matur, kombucha, kefír og góðgerlar eru afar heilnæm fæða fyrir þá sem eru að eiga við umhverfisveikindi á bataveginum, en oft á fólk erfitt með þessa gerjuðu fæðu fyrst um sinn, þó það sé mjög einstaklingsbundið. Ef fólk þolir hana vel er mjög gagnlegt að neyta hennar á leiðinni til bata. Að auki geta viss matvæli, til dæmis hveiti, haframjöl, baunir, hnetur, maís, korn og fræ, innihaldið meira myglumagn (mycotoxin) en önnur fæða t.a.m vegna geymsluhátta í sílóum snemma í framleiðsluferlinu.


Best er að reyna að neyta matar sem er eins ferskur og kostur er, án aukaefna og forðast gömul matvæli eins og útrunnin þurrefni eða matvæli sem hafa staðið lengi utan ísskáps.

Hér er listi yfir mataræði sem hefur náð ákveðnum vinsældum hjá þeim sem eru að jafna sig eftir umhverfisveikindi:

  • PALEO

  • GAPS mataræðið. Bókin heitir á íslensku: Meltingarvegurinn og geðheilsa

  • KETÓ

  • MM (Medical Medium)

  • LKL (lágkolvetna)

  • FÖSTUR

Comments


bottom of page