top of page
Search

Fyrirbyggja umhverfiskast

Það getur verið gott að vita að hægt er að fyrirbyggja umhverfisveikindakast þegar verið er að fara í aðstæður þar sem áreiti er viðbúið.


Þegar við höfum náð nokkuð stöðugri heilsu aftur eftir umhverfisveikindi, viljum við eðlilega halda áfram að lifa lífinu. Við viljum fara á uppáhalds veitingarstaðinn okkar, í leikhús eða á tónleika. Við viljum heimsækja fólk og reyna að lifa eðlilegu lífi án þess að kerfi líkamans fari á yfirsnúning eða hrökkvi í baklás.


Það hefur reynst mörgum huggun harmi gegn að hægt sé að fyrirbyggja einkenni með vissum aðgerðum, þ.e ef áreitið stendur yfir í skamman tíma og er tilfallandi.

Þá hefur mörgum reynst gagnlegt að framkvæma eftirfarandi:

  • Taka kol áður en gengið er inn í aðstæðurnar og einnig strax á eftir

  • Taka inn ofnæmistöflu áður

  • Setja fötin í þvott og fara rakleitt í sturtu eftir að heim er komið

  • Skola nef með saltlausn eftir heimkomu

Comentarios


bottom of page